Gisting

Velkomin og takk fyrir að kíkja inn til okkar. 

Nú er um að gera að ferðast innanlands í ár.  Við bjóðum gistirými fyrir allt að 16 manns.  Uppábúin rúm ofl. Hér má sjá myndir af þeim húsum sem eru í boði þ.e. Jónatanshús og Mínukot.

Hér má sjá myndbandið á YouTube

Jónatanshús

Jónatanshús getur hýst 9 fullorðna og barn.

Mínukot

Mínukot var áður fjós og hlaða. Nú hefur það verið all uppgert og er hið glæsilegast hús fyrir 6 manns.

Fréttir

Lundi sést við Hrísey

Það eru nokkrir aðilar sem hafa verið að leita leiða til að laða lundann til Hríseyjar.  Nýlega sást til lunda sem voru vestan við Hrísey, rétt norðan við nautabúið.  Voru þeir þar í góðu æti.  Það er sjálfsagt farið að þrengja að honum í Grímsey. Hér má finna ágætis fróðleik um lundann

Upplýsingar og símanúmer.

Í Hrísey og nágrenni er boðið upp á ýmsar afþreyingar 

Sjóstöng – Hvalaskoðun – Útreiðatúra – Bjórböð – Traktorsferðir

Símanúmer :  8989408

Níels kemur til Hríseyjar og sækir fólk ef um hóp er að ræða