Upplýsingar

Hjá okkur getur þú pantað  ýmsar afþreyingar eins og hvalaskoðun, útreiðatúr, bjórbað, traktorsferðir og sjóstöng.

Níels kemur til Hríseyjar og sækir fólk ef um hóp er að ræða

 

 

 

Kerin eru 7 talsins og því hægt að taka á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. Í bjórbaði liggur þú í stóru keri, sem fyllt er af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir 25 mínútur ferðu úr baðinu og í slökunarherbergi þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur.